Átta metra afmælisterta

Bifhjólasamtökin Postularnir á Selfossi fagna tíu ára afmæli í dag með hátíð við Hvítahúsið.

Fjölmenni er á svæðinu þar sem m.a. er boðið upp á stærstu afmælistertu sem sést hefur sunnan heiða. Sú er átta metra löng og á að metta þúsund maga. Fjöldi mótorhjóla, fornbíla, sportbíla og torfærutækja er til sýnis á svæðinu.

Postularnir bjóða upp á akstur með börn og einnig er hin sívinsæla „mömmukeyrsla“ í boði.

Postular slá botninn í gleðina með skemmtun og dansleik í Hvítahúsinu í kvöld þar sem Karma spilar ásamt Gumma Ben.

Fyrri greinAndrés aðstoðar Álfheiði
Næsta grein„Blóðug slagsmál um titilinn“