Átta í framboði hjá Framsókn

Átta einstaklingar hafa gefið kost á sér í sjö efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Kosning um röðun á listann fer fram á tvöföldu kjördæmisþingi á Hótel Selfossi þann 12. janúar nk.

Sigurður Ingi Jóhannsson, alþingismaður í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi, er sá eini sem gefur kost á sér í 1. sætið.

Í 2. sæti gefa kost á sér þau Birgir Þórarinsson, varaþingmaður og ferðaþjónustubóndi í Vogum, Páll Jóhann Pálsson, bæjarfulltrúi og útgerðarmaður í Grindavík og
Silja Dögg Gunnarsdóttir, varabæjarfulltrúi og skjalastjóri í Reykjanesbæ.

Í 3. sæti gefa kost á sér þau Fjóla Hrund Björnsdóttir, nemi í stjórnmála – og fjölmiðlafræði í HÍ og starfsmaður Hótel Rangá frá Hellu, Haraldur Einarsson, nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði í HÍ frá Urriðafossi í Flóahreppi og Sigrún Gísladóttir, nemi í sagnfræði í HÍ frá Hveragerði.

Sandra Rán Ásgrímsdóttir, nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði í HÍ á Hornafirði, gefur kost á sér í 6. sætið.

Kynningarfundir með frambjóðendum hefjast í kvöld kl. 20 í Framsóknarhúsinu í Reykjanesbæ. Þann 7. janúar verða fundir í Ströndinnni í Víkurskála kl. 16:00 og í Hvolnum á Hvolsvelli kl. 20:30. Síðasti fundurinn er þann 8. janúar kl. 20 á Hótel Selfossi.

Á kjördæmisþinginu eiga seturétt um 670 fulltrúar.

Fyrri greinUppskeruhátíð ÍTÁ í kvöld
Næsta grein„Alveg að springa úr stolti“