Átta duttu í hálku og einn úr stiga

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Níu slys voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku. Í flestum tilvikum var um að ræða erlenda ferðamenn sem höfðu dottið í hálku.

Átta hálkuslys voru tilkynnt til lögreglu en að auki féll einstaklingur úr stiga og slasaðist.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi voru alvarlegustu meiðslin í þessum slysum brot á útlim en önnur voru minni.

Fyrri greinSviptur eftir hraðakstur á Stokkseyri
Næsta greinSelfoss gaf eftir í seinni hálfleik