Átök við Litlu kaffistofuna

Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir sjónarvottum að átökum tveggja einstaklinga, sem áttu sér stað í og við svartan Toyota Yaris á bílastæði við Litlu kaffistofuna um kl. 13:30 föstudaginn 12. júní sl.

Er þess óskað að hver sá sem býr yfir upplýsingum vegna málsins hafi samband við lögregluna á Suðurlandi í síma 444 2010 eða á netfang lögreglunnar sudurland@logreglan.is.

Fyrri greinKvíga skellti sér í heita pottinn
Næsta greinDjúpt á fyrsta markinu í öruggum sigri