Atli ráðinn sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs

Atli Marel Vokes. Ljósmynd/arborg.is

Atli Marel Vokes hefur verið ráðinn sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs Sveitarfélagsins Árborgar.

Atli er með B.Sc. í byggingartæknifræði frá VIA University College í Danmörku og er húsasmíðameistari með skráð gæðavottunarkerfi.

Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að Atli uppfylli afbragðsvel allar kröfur og hæfniviðmið sem sett voru fram í auglýsingu um starfið.

Atli hefur átt farsælan starfsferil síðastliðin 6 ár sem deildarstjóri og staðgengill skrifstofustjóra hjá skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins, á umhverfis og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Atli er búsettur á Selfossi og hefur störf í sumar.

Fyrri greinHamar kláraði Hött sannfærandi
Næsta greinEinvígið gegn Fjölni hefst á laugardag