Atkvæðin flutt með Herjólfi

Talning í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi mun hefjast í hádeginu í dag og von er á fyrstu tölum um klukkan 15:30.

Til stóð að talning hæfist að loknu prófkjörinu í gærkvöldi en þar sem ekki var fært með flugi frá Vestmannaeyjum bárust kjörkassar ekki þaðan og því var talningunni frestað. Talning fer fram í Sunnulækjarskóla á Selfossi.

Tölur um kjörsókn liggja ekki fyrir en hún mun hafa verið góð og að líkindum betri en í öðrum kjördæmum.

Fyrri greinNorður-Atlantshafsróðurinn leitar að varaáhöfn
Næsta greinLokatölur: Öruggt hjá Ragnheiði – Árni kemst ekki á blað