Átján óku ölvaðir frá Landeyjahöfn

Í liðinni viku var 31 ökumaður kærður fyrir að aka ölvaður í umdæmi Lögreglustjórans á Suðurlandi. Átján þeirra voru stöðvaðir á frídegi verslunarmanna á leið sinni frá þjóðhátíð í Vestmanneyjum.

Lögreglumenn vöru með stöðuga vakt í Landeyjahöfn þar sem ökumönnum var boðið að blása í öndunarsýnamæli áður ein þeir héldu af stað inn í þjóðvegaumferðina.

Mjög margir nýttu sér þessa þjónustu en einhverjir misreiknuðu sig og töldu ekki þörf á slíku og óku af stað án þess að blása en voru stöðvaðir á eftirlitspósti á veginum frá Landeyjahöfn og í framhaldi af því færðir til töku blóðprufu.

Þá voru átta kærðir vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum fíkniefna við akstur bifreiðar í vikunni.