Átján ára stúlka ölvuð undir stýri

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Síðustu tvær vikur hefur lögreglan á Suðurlandi kært 77 ökumenn fyrir hraðakstur í umdæminu.

Einn þeirra, stúlka á nítjánda ári, er jafnframt grunuð um að hafa verið ölvuð við akstur þegar hún var stöðvuð á Hellisheiði á 121 km/klst hraða.

Sex aðrir ökumenn eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis á sama tímabili og fimm ökumenn eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.

Þá hafa þrír verið kærðir fyrir að nota farsíma án þess handfrjáls búnaðar við akstur bifreiða sinna síðustu tvær vikur.

Fyrri greinSjö manns sagt upp á Þingvöllum
Næsta greinMikið að gera hjá slökkviliðinu síðustu daga