Átján ára með hæstu einkunn FSu-stúdents frá upphafi

Í dag brautskráðust 69 stúdentar frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Dúx skólans var Gísli Þór Axelsson, 18 ára Selfyssingur, sem útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn stúdents sem gefin hefur verið frá upphafi skólans.

Gísli Þór útskrifaðist af náttúrufræðibreut með meðaleinkunnina 9,88. Hann hlaut fjölmörg verðlaun í einstökum greinum, fékk viðurkenningu fyrir framlag til félagslíf skólans og viðurkenningu frá Hollvarðasamtökum FSu. Athygli vekur að Gísli Þór er fæddur árið 1995 og er að ljúka stúdentsprófi 18 ára gamall.

Alls útskrifuðust 96 nemendur í dag, þar af 69 stúdentar, flestir af félagsfræðabraut, 34. Fimm nemendur brautskrást af tveimur brautum, þar af einn af tveimur stúdentsbrautum. Þrettán nemendur brautskráðust úr grunnnámi bíliðna og ellefu úr grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina.

Fyrri greinÍSÍ gefur héraðsskjalasöfnunum afmælisbók
Næsta greinEndurnýjað starfsleyfi fyrir urðunarstað á Stjórnarsandi