Athugull starfsmaður kom í veg fyrir stórtjón

Kveikt var í ruslatunnu við leikskólann Heklukot á Hellu á nýjársnótt og náði eldurinn að læsa sig í húsið.

Nokkrar skemmdir urðu á húsinu en augljóst er á ummerkjum að stórtjón hefði orðið ef athugull starfsmaður hefði ekki verið á ferli og náð að slökkva eldinn.

Í tilkynningu frá Rangárþingi ytra eru íbúar beðnir um að fara varlega með flugelda og eldfæri og henda notuðum flugeldum á rétta staði.

Fyrri greinMest lesnu fréttir ársins 2023
Næsta greinJólin kvödd á Selfossi