Athugið lausamuni og hreinsið frá niðurföllum

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vekur athygli á stormviðvörun frá Veðurstofu Íslands.

Spáð er austan og suðaustan stormi sunnan- og vestanlands fram á nótt. Þar sem búast má við snörpum vindhviðum og úrkomu er rétt að athuga með lausamuni og hreinsa frá niðurföllum.

Vegfarendur eru hvattir til þess að fylgjast með veðri og færð áður en lagt er af stað. Nánari upplýsingar er að finna á vef Veðurstofu Íslands www.vedur.is og Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is

Fyrri grein1,5 milljón í undirstöður fyrir gjafaverk
Næsta greinHeiðin og Þrengslin lokuð vegna veðurs