Átak í hraðamælingum fækkar slysum

Lögreglan á Hvolsvelli hefur hafið átak í hraðamælingum í umdæmi sínu í samstarfi við ríkislögreglustjóra.

Hraðamælingarnar fara fram daglega í sumar og er skipt niður á svæði lögreglunnar á Hvolsvellisem nær frá Þjórsá austur fyrir Lómagnúp. Vonast er til að átakið verði til þess að slysum fækki en lögreglan á Hvolsvelli telur að árangur hafi þegar náðst með færri alvarlegum slysum.

Í síðustu viku voru 96 mál bókuð í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli, þar af voru 28 stöðvaðir fyrir að aka of hratt. Sá sem hraðast ók var á 130 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.

Þá voru eignaspjöll unnin á flugvellinum á Hellu þar sem reynt var að stela bensíni og einn ökumaður var stöðvaður um helgina grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna.

Fyrri grein„Á fjalli“ í Heklusetrinu
Næsta greinBúið að opna í Þakgili