Ástandið er óbreytt frá árinu 2011

Lögreglufélag Suðurlands lýsir furðu sinni á því virðingar- og sinnuleysi sem samninganefnd Landssamband lögreglumanna og lögreglan í heild sinni, hefur mætt af hálfu stjórnvalda og Alþingis.

Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi Lögreglufélags Suðurlands í gær.

“Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í kjaraviðræðum sér Lögreglufélag Suðurlands ástæðu til að varpa ljósi á meginatriði fjögra ára gamallar ályktunar sem samþykkt var á félagsfundi hjá félaginu þann 19. september árið 2011 og er eftirfarandi:

Fundarmenn mótmæla harðlega lítilsvirðandi framkomu ríkisvaldsins í garð lögreglumanna á Íslandi. Fundarmenn gera þá kröfu að laun lögreglumanna verði tafarlaust leiðrétt í samræmi við kröfur samninganefndar Landssamband lögreglumanna.

Lögreglufélag Suðurlands þykir miður að þurfa að leggja fram þessa ályktun aftur en ástandið er óbreytt frá því árið 2011,” segir ennfremur í ályktuninni.

Fyrri greinBocciaæfingar tvisvar í viku á Hvolsvelli
Næsta greinEkið á hjólandi barn á gangbraut