Ástand skepna ótrúlega gott

Dýralæknar hafa í morgun farið á bæi undir Eyjafjöllum og kannað ástand á skepnum sem hafa verið úti í öskufallinu, segja þeir ástandið ótrúlega gott.

Kálfar standa jótrandi og hestar bera sig vel og án nokkurra einkenna. Náið er fylgst með skepnum því hafa ber í huga að vandamál gætu komið upp síðar.

Mikið lið björgunarsveitarmanna er á svæðinu sem aðstoðar alla þá sem vinna í að koma dýrum í hús – eða flytja burt af svæðinu. Sú vinna hófst reyndar strax í gær.

Fyrri greinRafmagnslína slitnaði og olli sinubruna
Næsta greinLitháarnir lögðu Árborg