Ásta ráðin sveitarstjóri Bláskógabyggðar

Á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar í gær var samþykkt samhljóða að ráða Ástu Stefánsdóttur sem sveitarstjóra Bláskógabyggðar.

Ásta var valin úr hópi 24 umsækjenda en Hagvangur sá um auglýsinga- og ráðningarferlið.

Ásta sem er lögfræðingur að mennt hefur undanfarin átta ár gengt starfi bæjarstjóra Árborgar.

Fyrri greinFjórir ökumenn eiga von á sektum
Næsta greinNítján umsækjendur í Ásahreppi