Ásta og Unnur Brá á laugardagsfundi

Sjálfstæðisfélögin í Árborg boða til laugardagsfundar í Sjálfstæðishúsinu að Austurvegi 38 á Selfossi, 16. apríl kl. 10.

Fram á vorið verður fundað reglulega og munu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg fjalla um bæjarmálin á laugardagsmorgnum. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Svf. Árborgar ræðir bæjarmálin næsta laugardag.

Sérstakur gestur fundarins verður þingmaðurinn Unnur Brá Konráðsdóttir sem fjallar um þjóðmálin og nýliðna atburði.

Kaffi á könnunni. Fundinum lýkur klukkan 11:30.

Fyrri greinSASS rekið með tugmilljóna tapi
Næsta greinKrefjast þess að flutningurinn verði endurskoðaður