Ásta og Gunnar mæta á laugardagsfund

Sjálfstæðisfélagið Óðinn á Selfossi og Sjálfstæðisfélögin í Árborg standa fyrir laugardagsfundum í Sjálfstæðishúsinu Austurvegi 38 klukkan 11 alla laugardaga.

Á morgun, laugardaginn 1. mars, verða gestir fundarins Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdarstjóri sveitarfélagsins Árborg og Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi og formaður framkvæmda og veitustjórnar.

Munu þau ræða bæjarmál almennt og fara sérstaklega yfir framkvæmdir á árinu 2014, málefna veitna, fjármál og rekstur sveitarfélagsins og svara spurningum sem upp kunna að koma.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis og fríar kaffiveitingar á stuttum og snaggaralegum laugardagsfundi.

Þá eru þeir sem hafa áhuga á því að bjóða sig fram í prófkjöri D-listans í Árborg minntir á að framboðsfrestur rennur út næstkomandi mánudag, þann 3. mars.

Fyrri greinNýtt atvinnutækifæri fyrir fólk á landsbyggðinni
Næsta greinLið Herkúlesar sigraði Flóafár