Ásta nýr stallari Mímis

Ný stjórn Mímis. Ljósmynd/ml.is

Þann 15. febrúar kusu nemendur Menntaskólans að Laugarvatni nýja stjórn nemendafélagisins Mímis.

Ekki náðist að fylla upp í störf stallara og varastallara þá, en 2. mars var haldin félagsfundur þar sem þetta mál var leyst og Ásta Ivalo Guðmundsdóttir Isaksen kosin stallari og Oddný Benónýsdóttir varastallari.

Aðrir í stjórn Mímis eru Breki Már Antonsson, gjaldkeri, Ásdís Björg Ragnarsdóttir og Hafdís Jóhannesdóttir Danner, jafnréttis- og skólaráðsfulltrúar, Arnheiður Diljá Benediktsdóttir og Gísella Hannesdóttir, árshátíðarformenn, Katrín Diljá Vignisdóttir og Eydís Yrja Jónsdóttir, skemmtinefndarformenn, Birgir Smári Bergsson og Ragnar Ingi Þorsteinsson, íþróttaformenn, Óskar Snorri Óskarsson, tómstundaformaður, Oddný Lilja Birgisdóttir, ritnefndarformaður og Amy Phernambucq, vef – og markaðsformaður.

Fyrri greinHöfum við verið að standa okkur?
Næsta greinHamar aftur í toppsætið