Áslaug og Jónas kaupa Blómaborg

Elín Káradóttir fasteignasali hjá Byr í Hveragerði afhendir Áslaugu og Jónasi lyklana að Blómaborg.

Áslaug Hanna Baldursdóttir og Jónas Sigurðsson hafa keypt húsnæði Blómaborgar í Hveragerði. Fjölskyldan tekur við rekstrinum núna um áramótin og um leið lýkur rúmlega 30 ára farsælum ferli Helgu Björnsdóttur og fjölskyldu í Blómaborg.

„Við erum full af tilhlökkun að takast á við það spennandi verkefni að koma okkur fyrir og læra inn á reksturinn. Við ætlum okkur ekki að fara í stórfelldar breytingar til að byrja með heldur stefnum á að fara af stað í rólegheitum og ná tökum á rekstrinum með tímanum,“ segja þau Áslaug og Jónas.

„Okkar markmið verður að byggja á þeim góða grunni sem þegar er til staðar og þróa áfram með það að markmiði að Blómaborg verði áfram hlýleg verslun og nærandi viðburðarmiðstöð í hjarta bæjarins sem heldur tryggð við söguna og gróðurhúsafílinginn.“

Áslaug og Jónass munu ljúka upp dyrunum og taka á móti viðskiptavinum þriðjudaginn 3. janúar 2023 klukkan 13.

Fyrri greinUppfært í appelsínugula viðvörun
Næsta greinSlæm byrjun kom í bakið á Þórsurum