Áslaug lætur af störfum

Áslaug Vilhjálmsdóttir, umboðsmaður Sjóvár í Vík í Mýrdal, hefur látið af störfum.

Áslaug var hún kvödd í útibúinu á Selfossi fyrir skömmu þar sem henni var þakkað fyrir gott starf fyrir fyrirtækið.

Áslaug hefur starfað í áratugi hjá Sjóvá en hún hóf störf hjá Hagtryggingu árið 1984 sem seinna varð hluti af Sjóvá Almennum tryggingum.

Nýr umboðsmaður verður ráðinn í Mýrdalnum með haustinu.