Askan þyrlast upp

Lögregla á Hvolsvelli vill koma því á framfæri við vegfarendur á Suðurlandsvegi að mikil aska er á veginum um Skógarsand, Sólheimasand, við Pétursey og í Mýrdal.

Nánast logn er á svæðinu en þegar ekið er þá þyrlast askan upp og byrgir sýn. Ökumenn verða nánast að stöðva þegar þeir mæta bílnum.

Lögreglan vill þakka vegfarendum fyrir þá tillitssemi sem þeir hafa sýnt hingað til og vonar að áframhald verði þar á.

Fyrri greinMökkurinn dökknaði í kjölfar skjálfta
Næsta greinEmil og Svavar Norðurlanda-meistarar