Aska prentuð á frímerki

Íslandspóstur gefur út þrjú frímerki á morgun í tilefni eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli fyrr á þessu ári.

Frímerkin eru offsetprentuð á hefðbundinn hátt hjá hollensku frímerkjaprentsmiðjunni Joh. Enschedé en síðan silkiprentuð með mjög fínkorna trakíandesít ösku sem féll undir Eyjafjöllum 17. apríl 2010.

Trakíandesít er bergkvika með 60% kísilinnihald sem kemur af 7 km dýpi og er rúmlega 1100°C heit þegar hún kemst í snertingu við jökulhettuna.

Hönnuðir frímerkjanna eru Borgar Hjörleifur Árnason og Hany Hadaya hjá H2 hönnun. Ljósmyndir á frímerkjunum eru eftir Óskar Ragnarsson og Ragnar Th. Sigurðsson.

Fyrri greinUppbyggingaráform verði endurskoðuð
Næsta greinHelgi Har: Stóraukin umferð í gegnum Selfoss