Aska og kuldi drepur geitungana

Kuldi í vor og aska úr Grímsvatnsgosinu eru þess valdandi að lítið verður um geitunga í sumar, segir Örn Óskarsson, líffræðingur á Selfossi.

Margar geitungadrottningar voru komnar á stjá snemma í vor en kuldakastið sem kom síðan drap þær. Drottingarnar sem vöknuðu síðar eru aftur á móti svo seint á ferðinni að búin sem þær koma á legg verða smá að stærð.

Askan úr Grímsvatnagosinu er öllum flugum skeinuhætt því hún er svo fíngerð að askan smýgur í loftæðakerfi flugnanna og kæfir þær. Af þessum sökum má búast við færri flugum á Suðurlandi en annars staðar.

Fyrri greinMarkaðsstofan styrkir stoðir ferðaþjónustunnar
Næsta greinSlök byrjun í Veiðivötnum