Aska fannst í 2.400 km fjarlægð

Askan úr Eyjafjallajökli fauk mun lengri vegalengd en mögulegt ætti að vera. Þýskir vísindamenn hafa rannsakað öskuna frá fjallinu.

Á softpedia.com er greint frá því að aska úr fjallinu hafi fundist á Grænlandi, í um 2.400 kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Það sé um þrefalt meiri fjarlægð en askan hefði átt að geta náð í, samkvæmt áður þekktum eðlisfræðilögmálum.

Að auki telja þýsku sérfræðingarnir að öskuskýin hafi valdið meira myrkri en áður hafði verið talið mögulegt. Sumsstaðar hafi askan náð að hindra að um 50-80% sólargeislunum hafi komist óhindrað leið sína.

Þessar rannsóknir þykja mjög mikilvægar fyrir skilning fræðimanna á umhverfismálum. Þær gefi vísbendingar um það hvernig loftagnir hegði sér.

Vísir greindi frá þessu.

Fyrri greinN1 vann tvöfalt í litbolta
Næsta greinEden mótið hefst í dag