Ásgeir sveitarstjóri Mýrdalshrepps

Ásgeir Magnússon, forstöðumaður skrifstofu Samtaka iðnaðarins á Akureyri, hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Mýrdalshreppi.

Ásgeir hefur víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmálum, var um skeið bæjarstjóri í Neskaupstað og sat einnig í bæjarstjórn Akureyrar. Þá hefur hann starfað sem Iðnráðgjafi Austurlands og framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjarfjarðar og framkvæmdastjóri Foldu hf. auk stjórnarsetu í fjölmörgum fyrirtækjum.

Ásgeir er kvæntur Ásthildi Lárusdóttur og eiga þau þrjú uppkomin börn og sex, bráðum sjö barnabörn.

Gert er ráð fyrir að Ásgeir hefji störf í byrjun ágúst.

Fyrri greinAllt á floti í Mýrdalnum
Næsta greinÞyrlulending við Pétursey