Ásgeir áfram sveitarstjóri

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt að ráða Ásgeir Magnússon áfram í starf sveitarstjóra á nýhöfnu kjörtímabili. Elín Einarsdóttir verður oddviti sveitarstjórnar næsta árið.

Ráðning Ásgeirs var samþykkt af fulltrúum B-listans en fulltrúar M-listans sátu hjá en í stefnuskrá listans fyrir kosningar kom fram að M-listinn vildi að starf sveitarstjóra yrði auglýst.

Elín Einarsdóttir verður oddviti sveitarstjórnar til eins árs og Ingi Már Björnsson varaoddviti til eins árs.

Fyrri greinAuglýst eftir sóknarpresti í Hruna
Næsta greinVilja að Kjartan verði ráðinn lögreglustjóri