Ásakanir um ólögmæti standast ekki

„Þessar ásakanir eiga sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Gunnar Þorgeirsson formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um opið bréf Björns Jóns Bragasonar framkvæmdastjóra félags hópferðaleyfishafa sem birtist nýlega.

Þar krefur Björn stjórn SASS um upplýsingar um hvernig brugðist verði við því að samningur Hópbíla hf. án útboðs hafi verið ólögmætur gjörningur að hálfu SASS. „Það passar bara ekki,“ segir Gunnar. „Dómurinn féll á þá leið að báðir aðilar voru sýknaðir af kröfu hins.“

Þar á Gunnar við að í héraðsdómi í júlí hafi SASS verið sýknað af því að hafa staðið ólöglega að útboði á hópbílaakstri, en SASS gagnstefndi Bílum og fólki fyrir að hafa ekki staðið við útboð sitt.

Í ljósi þessa segir Gunnar að kröfur um bætur fái ekki staðist. „Við höfum ekki séð neinar bótakröfur og ég átta mig ekki á því hvert maðurinn er að fara í þessu máli,“ segir Gunnar.

Björn Jón vildi ekki tjá sig um málið við Sunnlenska þegar eftir því var leitað.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinÞjónusta lögreglunnar skerðist ekki
Næsta greinFSu/Hrunamenn tefla fram kvennaliði