Ása Berglind ráðin verkefnastjóri

Ása Berglind Hjálmarsdóttir.

Sveitarfélagið Ölfus hefur ráðið Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur verkefnastjóra á menningarsviði. Um tímabundna stöðu er að ræða frá 15. maí til 15. ágúst næstkomandi.

Meðal verkefna hennar er undirbúningur og rekstur Hafnardaga, aðkoma að auknu framboði menningarefnis tengt sumardagskrá barna og ungmenna, undirbúningur fyrir móttöku gesta og ýmislegt fleira á sviði mannlífs og menningar í Ölfusi. 

Ása Berglind er mörgum kunnug í Þorlákshöfn, enda ólst hún þar upp, er í Lúðrasveit Þorlákshafnar og stjórnar Tónum og Trix, tónlistarhóp eldri borgara. Hún er með BA próf úr Listaháskóla Íslands þar sem hún fór einnig í gegnum MA nám í listkennslu og leggur stund á MA nám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst þessi misserin. Hún hefur víðtæka reynslu í viðburðarhaldi og ýmiskonar stjórnunarstörfum. 

Undirbúningur fyrir Hafnardaga er þegar hafinn en hátíðin er haldin 8.-10. ágúst næstkomandi.

Fyrri greinTæpar 2,3 milljónir króna í posanum hjá löggunni
Næsta greinSjö verkefni fengu styrk úr Kvískerjasjóði