Ársframleiðslan yrði um 8.000 tonn

,,Okkar hugmyndir ganga út á að vera burðarás í félagi sem kaupir ræktun bænda og selur eldsneytið síðan í gegnum sölukerfi N1,” sagði Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, í samtali við Sunnlenska.

Eins og Sunnlenska greindi frá í síðustu viku er N1 að skoða möguleika á að setja upp lífdíselverksmiðju á Hvolsvelli en Hermann sagði að líklega færi þetta ár í undirbúning að framtakinu.

Fyrsta skref er að stofna undirbúningsfélag og sagði Hermann að stefnt væri að því að gera það á næstunni. Ef af verður sagði Hermann að rétt væri að stefna að framleiðslu á um 8.000 tonnum af lífdíseleldsneyti á ári.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinStarfsemi hafin í Matvælasmiðjunni
Næsta greinKanna hagkvæmni brúar og virkjunar