Árný nýr formaður FOSS

Árný Erla Bjarnadóttir. Ljósmynd/Aðsend

Á aðalfundi stéttarfélagsins FOSS, sem haldin var á Hótel Selfossi þann 23. september síðastliðinn, var Árný Erla Bjarnadóttir kosin nýr formaður.

Árný Erla hefur starfað á skrifstofu FOSS frá árinu 2012.

Ásbjörn Sigurðsson hætti sem formaður eftir 11 ár í starfi. Auk þess hætti Þuríður Jónsdóttir sem stjórnarmaður en hún hefur unnið fyrir félagið í um það bil 20 ár. Þeim voru þökkuð góð störf á aðalfundinum.

Á fundinum voru einnig Ágústa G. Sigurbjörnsdóttir og Helga Kolbeinsdóttir kosnar í  stjórn félagsins.

Þuríður og Ásbjörn voru heiðruð á aðalfundinum. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri grein40 í einangrun á Suðurlandi
Næsta greinHafa metnað til að verða leiðandi í landeldi á laxi