Árný Fjóla verður stigakynnir Íslands

Árný Fjóla á sviðinu í Rotterdam í fyrra. Ljósmynd/EBU

Árný Fjóla Ásmundsdóttir, liðsmaður Gagnamagnsins, verður stigakynnir Íslands í Eurovision í ár. Keppnin fer fram í Torino á Ítalíu í næstu viku.

„Það er mikill heiður að fá að kynna stigin enda engir smá karakterar sem hafa gert það hingað til,“ segir Árný. „Ég er mjög spennt og hef fengið Lovísu Tómas til að sauma á mig svo ég líti nú þokkalega út þessar örfáu sekúndur,” segir Árný Fjóla í samtali við RÚV, sem greindi frá þessu í morgun.

Fyrri greinÁfram Árborg kynnir stefnumálin
Næsta greinAuður hlaut menningarviðurkenningu Árborgar