Arnon bauð lægst í jarðvinnu

Arnon ehf í Hveragerði bauð lægst í jarðvegsframkvæmdir við Hamarshöllina og á fleiri stöðum í Hveragerði en tilboð voru lögð fram á bæjarráðsfundi í síðustu viku.

Tilboð Arnon hljóðaði upp á tæplega 6,0 milljónir króna en kostnaðaráætlun hljóðar upp á tæplega 8,5 milljónir króna. Alls munaði 97.300 krónum á tveimur lægstu tilboðunum.

Aðrir verktakar sem buðu í verkið voru Ræktunarmiðstöðin sf rúmlega 6,0 milljónir króna, Jökulfell ehf rúmlega 8,4 milljónir króna, Fagverk verktakar tæplega 8,5 milljónir króna og Jarðlausnir ehf tæplega 10,0 milljónir króna.

Verkið felur í sér malbikun og stækkun á bílaplani í kringum Hamarshöllina. Einnig er um að ræða endurnýjun gangstéttar við Grænumörk og lagfæringu á götuenda í Dynskógum.

Bæjarráð samþykkti að taka tilboði lægstbjóðanda.

Fyrri greinSala eins og fyrir hrun
Næsta greinJóhann með glæsimark í sannfærandi sigri