Arnon átti lægsta boðið í gatnagerð

Hveragerði. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Arnon ehf í Hveragerði átti lægsta tilboðið í gatnagerð í 2. áfanga Vorsabæjar í Hveragerði. Tilboð Arnon hljóðaði upp á 60,5 milljónir króna.

Sjö aðrir verktakar buðu í verkið; Sportþjónustan ehf bauð 61,3 milljónir króna, Smávélar ehf 69,6 milljónir, Gröfutækni ehf 72 milljónir, Egill Guðjóns ehf 75,5 milljónir, Aðalleið ehf 76,6 milljónir, Gummi Sig ehf 85 milljónir og Stéttafélagið ehf 112,3 milljónir króna.

Bæjarstjórn Hveragerðis hefur samþykkt að taka tilboði Arnon enda uppfylli bjóðandinn öll skilyrði útboðsgagna.

Verkið felur í sér gerð á nýjum götum í Vorsabæ, sunnan við Suðurlandsveg, og eru verkkaupar Hveragerðisbær, Gagnaveita Reykjavíkur, Rarik, Veitur og Míla. Verkinu á að vera lokið þann 15. ágúst næstkomandi.

Yfirlitsmynd/Landform
Fyrri greinTokyo Sushi opnar á morgun
Næsta greinBragi sækist eftir oddvitasætinu á D-listanum