Árni Þór ráðinn sóknarprestur í Vík

Árni Þór Þórsson. Ljósmynd/kirkjan.is

Árni Þór Þórsson hefur verið ráðinn sóknarprestur í Víkurprestakalli. Fimm umsækjendur voru um starfið og kaus valnefnd prestakallsins Árna Þór. Biskup hefur staðfest ráðningu hans.

Árni Þór Þórsson er 26 ára gamall, alinn upp í Grafarvoginum. Eftir að hafa dúxað í Tækniskólanum haustið 2014 hóf hann nám við guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ haustið 2015 og lauk þar BA prófi í guðfræði í febrúar 2019. Þar næst lauk hann mag.theol. prófi í febrúar 2021. Unnusta hans er Hulda María Albertsdóttir og er hún hjúkrunarfræðingur að mennt og eia þau eina átta mánaða dóttur.

Í Víkurprestakalli eru sex sóknir og átta guðshús. Prestsbústaður er í Vík í Mýrdal og þar verður starfsaðstaða nýja sóknarprestsins.

Fyrri greinÍris og Katla skrifa undir á Selfossi
Næsta greinSkora á Vegagerðina að bæta þjónustuna á Hellisheiði