Árni Rúnar hættir í sveitarstjórn

„Ég er hættur í sveitarstjórn frá næstu áramótum. Ástæðan er sú að fjölskyldan er að flytja til Hafnarfjarðar næsta sumar, en ég hef þegar fengið starf við kennslu í bænum frá og með 1. janúar.

Það verður til þess að ég þarf að biðjast lausnar frá setu í sveitarstjórn,“ segir Árni Rúnar Þorvaldsson, sveitarstjórnarmaður í Mýrdalshreppi.

Hann hefur setið í sveitarstjórn frá því í vor fyrir M-lista Mýrdælinga.

Eiríkur Tryggvi Ástþórsson tekur sæti Árna Rúnars í sveitarstjórn.

Fyrri greinSkjálftahrina norðan Sandfells
Næsta greinSæðið úr Kölska vinsælast