Árni með þætti á Suðurland FM í vetur

Næstkomandi þriðjudagskvöld verður fyrsti þátturinn í nýrri þáttaröð á Suðurland FM 96,3 þar sem Árni Gunnarsson mun ræða málefni eldri borgara.

Farið verður yfir stöðu þeirra í þjóðfélaginu og mál sem að brenna í þeirra brjósti, hvort sem um ræðir af alvöru eða gleði.

Árni mun fá til sín góða gesti, verða með ýmsan fróðleik og leika ljúfa tóna inn á milli.

Þátturinn verður á dagskrá annan hvern þriðjudag í vetur og verður fyrsti þátturinn eins og áður segir á þriðjudaginn, 13. nóvember, en hægt er að hlusta á FM 96,3 eða á netinu á www.963.is um allan heim.