Árni leiðir Framfaralistann í Flóahreppi

Árni Eiríksson, oddviti Flóahrepps, er í 1. sæti á Framfaralistanum, nýjum framboðslista í Flóahreppi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Árni leiddi Flóalistann í síðustu kosningum en að Framfaralistanum koma meðal annars nokkrir frambjóðendur sem voru á Flóalistanum 2018. Í tilkynningu segir að að listanum komi flokkur fólks af ýmsum sviðum samfélagsins og vinnur hópurinn nú að stefnumálum listans.

Framfaralistinn er þannig skipaður:
1. Árni Eiríksson
2.Hulda Kristjánsdóttir
3.Walter Fannar Kristjánsson
4.Sigrún Hrefna Arnardóttir
5.Haraldur Einarsson
6.Helena Hólm
7.Sveinn Orri Einarsson
8.Jakop Níelsen Kristjánsson
9.Rúnar Magnússon
10.Margrét Jónsdóttir

Fyrri greinLögðu hald á 158 kannabisplöntur
Næsta greinListi Framsóknar og annarra framfarasinna samþykktur