Árni leiðir Flóalistann áfram

Árni Eiríksson, oddviti og verkefnisstjóri á Skúfslæk, skipar 1. sæti Flóalistans í Flóahreppi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Í 2. sæti er Hrafnkell Guðnason, verkefnisstjóri í Glóru, og í 3. sæti er Margrét Jónsdóttir, varaoddviti og bóndi á Syðra-Velli. Árni og Margrét sitja nú í hreppsnefnd fyrir hönd Flóalistans, ásamt Sigurbáru Rúnarsdóttur, sem gaf ekki kost á sér á listann að þessu sinni.

Flóalistinn bauð fyrst fram fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar og fékk þá 64,9% atkvæða og þrjá af fimm hreppsnefndarmönnum.

Frambjóðendur Flóalistans eru:

  1. Árni Eiríksson, oddity og verkefnisstjóri hjá Landgræðslu ríkisins
  2. Hrafnkell Guðnason, verkefnastjóri hjá Háskólafélagi Suðurlands
  3. Margrét Jónsdóttir, bóndi á Syðra-Velli
  4. Stefán Geirsson, bóndi í Gerðum
  5. Hulda Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri Lava – eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöðvar
  6. Walter Fannar Kristjánsson, dreifingarstjóri hjá Kjörís
  7. Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir, umsjónarkennari í Flóaskóla
  8. Helgi Sigurðsson, verktaki og bóndi í Súluholti
  9. Ingunn Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Háskólafélagi Suðurlands
  10. Bjarni Stefánsson, bóndi í Túni
Fyrri grein„Verðum að mæta og berjast með hjartanu“
Næsta greinValgerður gerð að heiðursfélaga FRÍ