Árni Grétar framkvæmdastjóri Samtakanna '78

Selfyssingurinn Árni Grétar Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtakanna ´78.

Árni Grétar tekur við starfinu af Hauki Árna Hjartarsyni þann 1. febrúar og verður í 50% starfi.

Árni Grétar er leikstjóri að mennt og hefur verið framkvæmdastjóri fyrir nokkrar leiksýningar sem og leikstýrt nokkrum verkum. Hann hefur starfað hjá skemmtistaðnum Barbara og einnig hjá Íþrótta og tómstundaráði Reykjavíkurborgar.

Fyrri greinHálkuslys á Heiðinni
Næsta greinSigurður og Loki sigruðu