Árni gefur kost á sér í 1. sæti

Árni Johnsen.

Árni Johnsen, alþingismaður í Vestmannaeyjum, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

“Undanfarin tæp fjögur ár hafa verið nánast ónýt í íslenskum stjórnmálum vegna aðgerða- og úrræðaleysis stjórnvalda til mikils ama og óhamingju. Sem aldrei fyrr er þörf á mönnum með reynslu og þor og margþætt reynsla gefur manni verkvit sem skiptir máli í öllum atvinnugreinum og mannlífi Íslendinga. Verkin verða að tala,” segir Árni m.a. í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér í dag.

“Ég hef notið þess í hópi þingreyndustu manna á Alþingi í dag að vera nánast heimamaður í öllum byggðum Suðurkjördæmis um langt árabil, er með tugi smárra og stórra mála í gangi á Alþingi og hef blússandi ástríðu og hugsjónaeld sem fyrr til þess að fylgja góðum málum fram. Það skiptir miklu máli að þingmenn með reynslu leiði lista Sjálfstæðisflokksins og þinglið Suðurkjördæmis,” segir Árni ennfremur.

Fyrri greinLangi Seli og Skuggarnir í Höfninni í kvöld
Næsta greinLögreglan lýsir eftir Ingólfi Snæ