Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og varaþingmaður í Smáratúni í Fljótshlíð, verður í 1. sæti framboðslista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, en gengið var frá listanum á fundi kjördæmisráðs í dag.
Stillt var upp á listann og var tillaga uppstillingarnefndar samþykkt á fundinum. Vg fékk einn mann kjörinn í síðustu alþingiskosningum, Atla Gíslason, en hann sagði sig úr flokknum á kjörtímabilinu. Anna Soffía var þá í 2. sæti listans.
Inga Sigrún Atladóttir, guðfræðingur og bæjarfulltrúi í Vogum, verður í öðru sæti listans. Þórbergur Torfason, fiskeldisfræðingur á Höfn, verður í þriðja sæti.
| Nafn | Aldur | Starf | Búseta | |
| 1. sæti | Arndís Soffía Sigurðardóttir | 34 | Lögfræðingur og varaþingmaður | Fljótshlíð |
| 2. sæti | Inga Sigrún Atladóttir | 41 | Guðfræðingur og bæjarfulltrúi | Vogum |
| 3. sæti | Þórbergur Torfason | 58 | Fiskeldisfræðingur | Höfn |
| 4. sæti | Einar Bergmundur Arnbjörnsson | 52 | Tækniþróunarstjóri | Ölfusi |
| 5. sæti | Jórunn Einarsdóttir | 37 | Grunnskólakennari | Vestmannaeyjar |
| 6. sæti | Margrét Magnúsdóttir | 57 | Garðyrkjufræðingur | Árborg |
| 7. sæti | Guðmundur Auðunsson | 49 | Stjórnmála- og hagfræðingur | Grímsnesi |
| 8. sæti | Steinarr B. Guðmundsson | 51 | Verkamaður | Höfn |
| 9.sæti | Sigþrúður Jónsdóttir | 50 | Náttúrufræðingur | Skeiða- og Gnúpv. |
| 10.sæti | Þormóður Logi Björnsson | 31 | Grunnskólakennari | Reykjanes |
| 11.sæti | Kristín Gestsdóttir | 49 | Grunnskólakennari | Höfn |
| 12. sæti | Kjartan Ágústsson | 57 | Bóndi | Skeiða- og Gnúpv. |
| 13.sæti | Jóhanna Njálsdóttir | 59 | Grunnskólakennari | Vestmannaeyjar |
| 14. sæti | Samúel Jóhannsson | 24 | Leiðbeinandi | Höfn |
| 15. sæti | Anna Sigríður Valdimarsdóttir | 31 | Náttúrufræðingur | Skeiða- og Gnúpv. |
| 16.sæti | Sigurbjörn Árni Arngrímsson | 39 | Prófessor | Laugarvatni |
| 17. sæti | Gunnar Marel Eggertsson | 58 | Skipasmiður | Reykjanes |
| 18. sæti | Þórey Bjarnadóttir | 34 | Bóndi og ráðunautur | Höfn |
| 19 sæti | Jón Hjartarson | 68 | Eftirlaunamaður | Árborg |
| 20. sæti | Guðrún Jónsdóttir | 81 | Félagsráðgjafi og eftirlaunakona | Árborg |
| Meðalaldur | 48 |
