Arndís Soffía leiðir Vinstri græna

Arndís Soffía Sigurðardóttir.

Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og varaþingmaður í Smáratúni í Fljótshlíð, verður í 1. sæti framboðslista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, en gengið var frá listanum á fundi kjördæmisráðs í dag.

Stillt var upp á listann og var tillaga uppstillingarnefndar samþykkt á fundinum. Vg fékk einn mann kjörinn í síðustu alþingiskosningum, Atla Gíslason, en hann sagði sig úr flokknum á kjörtímabilinu. Anna Soffía var þá í 2. sæti listans.

Inga Sigrún Atladóttir, guðfræðingur og bæjarfulltrúi í Vogum, verður í öðru sæti listans. Þórbergur Torfason, fiskeldisfræðingur á Höfn, verður í þriðja sæti.

NafnAldurStarfBúseta
1. sætiArndís Soffía Sigurðardóttir34Lögfræðingur og varaþingmaðurFljótshlíð
2. sætiInga Sigrún Atladóttir41Guðfræðingur og bæjarfulltrúiVogum
3. sætiÞórbergur Torfason58FiskeldisfræðingurHöfn
4. sætiEinar Bergmundur Arnbjörnsson52TækniþróunarstjóriÖlfusi
5. sætiJórunn Einarsdóttir37GrunnskólakennariVestmannaeyjar
6. sætiMargrét Magnúsdóttir57GarðyrkjufræðingurÁrborg
7. sætiGuðmundur Auðunsson49Stjórnmála- og hagfræðingurGrímsnesi
8. sætiSteinarr B. Guðmundsson51VerkamaðurHöfn
9.sætiSigþrúður Jónsdóttir50NáttúrufræðingurSkeiða- og Gnúpv.
10.sætiÞormóður Logi Björnsson31GrunnskólakennariReykjanes
11.sætiKristín Gestsdóttir49GrunnskólakennariHöfn
12. sætiKjartan Ágústsson57BóndiSkeiða- og Gnúpv.
13.sætiJóhanna Njálsdóttir59GrunnskólakennariVestmannaeyjar
14. sætiSamúel Jóhannsson24LeiðbeinandiHöfn
15. sætiAnna Sigríður Valdimarsdóttir31NáttúrufræðingurSkeiða- og Gnúpv.
16.sætiSigurbjörn Árni Arngrímsson39PrófessorLaugarvatni
17. sætiGunnar Marel Eggertsson58SkipasmiðurReykjanes
18. sætiÞórey Bjarnadóttir34Bóndi og ráðunauturHöfn
19 sætiJón Hjartarson68EftirlaunamaðurÁrborg
20. sætiGuðrún Jónsdóttir81Félagsráðgjafi og eftirlaunakonaÁrborg
Meðalaldur48

Fyrri greinBílvelta við Skeiðavegamót
Næsta greinTrönuspjall í Svartakletti