Arndís Harpa hættir í BES

Arndís Harpa Einars­dóttir, skóla­stjóri Barna­skólans á Eyrar­bakka og Stokk­seyri, hefur sagt starfi sínu lausu.

Arndís Harpa hefur verið skóla­stjóri BES með hléum frá því árið 1996. Uppsögnin tekur gildi þann 1. ágúst.

„Þetta er búið að vera á dagskrá í nokkurn tíma hjá fjölskyldunni að skipta um vettvang og tímapunkturinn passar vel,“ sagði Arndís Harpa í samtali við Sunnlenska.