Arnar Freyr Ólafsson, bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknar í Árborg, hyggst ekki sækjast eftir 1. sætinu á lista Framsóknar í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Arnar greinir frá þessu í aðsendri grein á sunnlenska.is í dag. Framsóknarfélag Árborg mun viðhafa prófkjör til að stilla upp á lista og hyggst Arnar Freyr sækjast eftir 3. sætinu.
„Ákvörðunin var í raun ekki léttvæg en ég stýri Björg Advisors sem er alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki og það er starf sem krefst mikils tíma og orku. Af þeirri ástæðu tel ég best að styðja við komandi forystu fremur en að sækjast eftir oddvitasæti Framsóknar. Hlutverk Oddvita krefst mikillar vinnu og viðveru,“ segir Arnar Freyr.
Framsókn á tvo bæjarfulltrúa á yfirstandandi kjörtímabili og segir Arnar Freyr að þriðja sætið sé baráttusæti Framsóknar.

