Arna Ír vill 3. sætið

Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi, gefur kost á sér í 3.sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem fram fer 16.-17. nóvember nk.

Arna Ír er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg og situr þar m.a. í fræðslunefnd auk þess að hafa gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna.

Arna Ír er félagsráðgjafi að mennt og hefur starfað á ýmsum sviðum félagsþjónustu. Í dag starfar hún við félagsráðgjöf í Velferðarþjónustu Árnesþings og þjónustusvæði Suðurlands í málefnum fatlaðra.

Arna Ír er gift Hermanni Ólafssyni landslagsarkitekt og eiga þau þrjá syni.

Fyrri greinKatrín Ýr verður áfram á Selfossi
Næsta greinFriðað land tekur vel við sér