Arna Ír og Eggert Valur áfram í framboði

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Árborg, þau Eggert Valur Guðmundsson og Arna Ír Gunnarsdóttir hyggjast bæði gefa kost á sér til setu lista flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í vor.

Þetta upplýstu þau á fundi félagsins á laugardag.

Eggert Valur var kjörinn í bæjarstjórn vorið 2010, en Arna Ír tók sæti í bæjarstjórn um haustið sem varamaður Ragnheiðar Hergeirsdóttur.

Ekki voru önnur nöfn nefnd til leiks á fundinum.

Fyrri grein„Sem betur fer komu ekki önnur útköll á sama tíma“
Næsta greinFSu gaf eftir í lokin