Ármann fjallar um óvenjulegt sprengigos

Mörg áhugaverð erindi verða flutt á Náttúrustofuþingi sem fram fer á Hótel Hvolsvelli í dag.

Það er Náttúrustofa Suðurlands sem boðar til þingsins sem hefst kl. 13:30. Kl. 14:30 mun Ármann Höskuldsson, jarðvísindamaður, flytja fimmtán mínútna langt erindi um eldgosið í Eyjafjallajökli undir yfirskriftinni „Atburðarás óvenjulegs sprengigoss í jökli“.

Meðal annarra umfjöllunarefna á þinginu má nefna stofnhrun íslenskra sjófugla, hagagöngu hreindýra og þjóðgarða í sjó. Þinginu lýkur kl. 16:30 og er öllum opið.

Fyrri greinBlóði safnað á Selfossi
Næsta greinFjórir í haldi vegna árásar