Ármann efstur á D-listanum í Ölfusi

Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri, er í 1. sæti D-listans í Ölfusi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Framboðslisti Sjálfstæðisfélagins Ægis í Ölfusi vor var samþykktur á fundi félagsins í gærkvöldi.

Eftirtaldir skipa listann:
1. Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri
2. Þrúður Sigurðardóttir, rekstrarstjóri
3. Helena Helgadóttir, leikskólakennari
4. Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
5. Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri
6. Gestur Þór Kristjánsson, húsasmiður
7. Jón Haraldsson, vélfræðingur
8. Þór Emilsson, framleiðslustjóri
9. Guðrún Sigurðardóttir, flokkstjóri
10. Hafsteinn Hrannar Stefánsson, nemi
11. Þorvaldur Þór Garðarsson, skipstjóri
12. Sigurður Bjarnason, skipstjóri
13. Laufey Ásgeirsdóttir, fjármálastjóri
14. Stefán Jónsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi

D-listinn fékk tvo menn kjörna í kosningunum 2010. Stefán Jónsson og Kristín Magnúsdóttir voru bæjarfulltrúar listans þar til Kristín lét af störfum í sumar. Kjartan Ólafsson kom inn í bæjarstjórn í hennar stað og Ólafur Hannesson á Hrauni varð varabæjarfulltrúi.