Árin fimm fljót að líða

Berglind Hafsteinsdóttir í verslun sinni á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Verslunin Gleraugna Gallerí á Selfossi varð fimm ára þann 10. október síðastliðinn og um helgina verða tilboð í versluninni í tilefni af því.

„Það var ekki hægt að halda afmælisviðburð í október þar sem margir á Suðurlandi voru í sóttkví. Ég vildi samt gjarnan halda upp á þennan áfanga og býð því viðskiptavinum 20% afslátt af gleraugum um helgina, segir Berglind Hafsteinsdóttir,“ eigandi verslunarinnar í samtali við sunnlenska.is.

„Þessi fimm ár hafa verið fljót að líða og verslunin fékk strax góðar viðtökur og hefur gengið vel. Ég er með góðan hóp af viðskiptavinum um allt land og er mjög þakklát fyrir það.“

„Það verður heitt á könnunni um helgina og hér er mikið úrval af gleraugum í hillunum, segir Berglind en hún býður einnig upp á sjónmælingar á virkum dögum.

Fyrri greinVarasamar aðstæður á Hellisheiði
Næsta greinRafmagn komið aftur á í Rangárþingi