Ari Trausti leiðir Vinstri-græna

Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, verður oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi vegna komandi Alþingiskosninga.

Uppstillinganefnd samþykkti þetta í Selinu á Selfossi í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum sem send var á Ríkisútvarpið. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi og sveitarstjórnarfulltrúi, skipar annað sæti og Daníel E. Arnarsson háskólanemi það þriðja.

Listi flokksins í heild sinni:
1. Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, Reykjavík.
2. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi og sveitarstjórnarfulltrúi, Skaftárhreppi.
3. Daníel E. Arnarsson, háskólanemi, Hafnarfjörður.
4. Dagný Alda Steinsdóttir, innanhúsarkitekt, Reykjanesbæ.
5. Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, Vestmannaeyjar.
6. Þorvaldur Örn Árnason, eftirlaunamaður, Reykjanesbæ.
7. Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, nemi, Höfn í Hornafirði.
8. Gunnar Þórðarson, tónskáld, Reykjavík.
9. Hildur Ágústsdóttir, kennari, Rangárþing eystra.
10. Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistarmaður, Reykjanesbæ.
11. Einar Sindri Ólafsson, háskólanemi, Selfossi.
12. Ida Løn, framhaldsskólakennari, Ölfusi.
13. Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, tónlistarkona, Hafnarfirði.
14. Einar Bergmundur Arnbjörnsson, þróunarstjóri, Ölfusi.
15. Anna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Selfoss.
16. Jónas Höskuldsson, öryggisvörður, Vestmannaeyjar.
17. Steinarr Guðmundsson, verkamaður, Höfn í Hornafirði.
18. Svanborg Jónsdóttir, dósent, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
19. Björn Haraldsson, verslunarmaður, Grindavík.
20. Guðfinnur Jakobsson, bóndi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Fyrri greinRagnheiður Elín kveður stjórmálin
Næsta greinJafntefli lyfti Selfyssingum upp úr fallsæti